Uppfinningar - Anime

anime_boy_render_2_by_sakura_mina-d6sotuaAnime, eða japanskar teiknimyndir er sá flokkur teiknimynda sem er framleiddur í Japan og byggir á sama teiknistíl og japanskar myndasögur, manga. Það kom fyrst fram árið 1943. Þáttaröðin heitir Momotaro no Umiwashi. Mikið af anime þáttaröðum og kvikmyndum eru framleiddar fyrir yngri kynslóðina en einnig eru framleitt blóðugra og grófara efni en það sem vestrænn hugsunarháttur á við að venjast. Þó má ekki misskilja það á þann hátt að allt anime sé gróft og blóðugt. Mikill hluti af þess eru rómantískar sögur og drama. Anime er eins og manga flokkað niður eftir efni, til að mynda Shonen fyrir pilta á unglingsárum og Shoujo fyrir stúlkur á svipuðum aldri.

Uppfiningamennirnir heita Öten Shimokawa, Jun'ichi Kouchi and Seitaro Kitayama, oftast kallaðir kóngar Anime ríkis. Ekkert mikið er sagt um þessa menn, nema það að þeir eru snillingar.

Horft er á þessa tegund af teiknimyndir og er eitt frægasta gerð teiknimynda til þessa daga. frægustu Animes heita:

Full Metal Alchemist
Death Note
Cowboy Bebop
Spirited Away
Melancholy of Haruhi Suzumiya
Princess Mononoke
Elfen Lied
Neon Genesis Evangelion
Code Geass: Lelouch of the rebellion
Bleach10


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Anime:

Þar sem allir karakterarnir líta út eins og Bambi eða Kalli kanína til skiftis, plottið er bókstaflega bara eitthvað og allt útlit & tíska virðist vera 10-15 árum á eftir.

Ég hef aldrei séð barnaefni undir jafn mikluim áhrifum frá Dario Argento, og aldrei séð efni ætlað fullorðnum með jafnmörgum ísbjörnum.

Ég get nefnt dæmi.

Ég man eftir þegar þetta stöff var sýnt á RÚV. Þeir sögðu alltaf að það væri hollenskt.

Spes.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.9.2014 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband